138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:46]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil byrja á því að þakka þetta góða boð og tek hæstv. ráðherra á orðinu. Ég skal með ánægju fara með hæstv. ráðherra [Hlátrasköll í þingsal.] og vera vitni að öllum hans samskiptum við erlenda ráðamenn. (Fjmrh.: Dreg til baka.) Já, já, hann er fljótur að draga það til baka, það er greinilegt að hann hefur eitthvað að fela. (Gripið fram í.) [Hlátrasköll í þingsal.]

Í fyrsta lagi bið ég hæstv. fjármálaráðherra, sem nú gengur úr salnum og vill ekki eiga við mig samskipti, að hafa sömu meðferð á frásögn af ECOFIN-fundinum eins og var gert í fyrrahaust, hafa það sem trúnaðargagn, veita okkur þingmönnum rétt á að skoða það. Ég fer fram á það. Síðan hlýt ég að spyrja, vegna þess að fjármálaráðherra á öll þessi trúnaðarsamtöl, bara ein spurning: Lofaði hæstv. fjármálaráðherra einhvern tíma í tveggja manna tali að samningurinn frá 1. júní (Forseti hringir.) mundi standa óbreyttur? (Gripið fram í: Nákvæmlega.) (Gripið fram í.)