138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:32]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil bara taka undir með þeim sem hér hafa talað að það er með öllu ólíðandi að við fáum ekki að vita hvernig fundarhaldi verður háttað í kvöld. Ég set það svo sem ekki fyrir mig að standa hér í ræðustól og tala fram eftir kvöldi, en ég vil benda á að ég á þrjú ung börn og þau munu væntanlega skilja seinna meir að faðir þeirra hafi þurft að standa hér í pontu og berjast fyrir því að á þau verði ekki lagðar þessar byrðar. (Gripið fram í.) Við hljótum samt að gera þá kröfu og ég held að það sé eðlileg krafa, að skipulagið liggi fyrir, þannig að menn átti sig á hversu lengi á að tala fram á kvöld og fjölskyldufólk geti skipulagt tíma sinn.