138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:57]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem hér upp til að athuga hvort forseti gæti verið svo vinsamleg að skýra aðeins hvað það þýðir að halda hér áfram fram eftir kvöldi, eins og kom fram áðan, vegna þess að það er brýnt að við vitum hvernig dagskrá kvöldsins á að vera. En ég kann illa við það þegar hæstv. ráðherrar koma hér upp og skamma okkur fyrir að eyða tíma þingsins í að tala um þetta mál vegna þess að það er gríðarlega mikilvægt og við eigum ekki að fara í gegnum það á handahlaupum. Því miður voru vinnubrögðin slík í fjárlaganefnd áður en málið kom til þessarar umræðu að ekki var farið yfir það allt saman. Hvernig var farið með nefndarálit efnahags- og skattanefndar sem fjárlaganefnd bað sjálf um? Hvers vegna, frú forseti, eru ekki iðkuð betri og vandaðri vinnubrögð af hálfu fjárlaganefndar og meiri hluta fjárlaganefndar í þessu máli, einu mikilvægasta máli Íslandssögunnar?