138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:19]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú berast þær fréttir að hæstv. fjármálaráðherra hafi efasemdir um að Alþingi ráði við það að endurreisa efnahagslífið á Íslandi. Og nú ber svo við að hæstv. fjármálaráðherra er formaður annars stjórnarflokksins og ríkisstjórnin hefur meiri hluta á Alþingi ... (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Um fundarstjórn forseta.)

Ég vil beina því til forseta hvort hún gæti kannski forvitnast um það hvort hér standi jafnvel fyrir dyrum stjórnarslit vegna þess að hæstv. fjármálaráðherra treysti sér ekki lengur til að koma málum í gegnum Alþingi.