138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:24]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við vitum það að virðulegum forseta er afskaplega umhugað um virðingu þingsins og hefur sýnt það og það eigum við öll sameiginlegt. Ég hvet ykkur aðeins til að hugsa hvað þau orð frá framkvæmdarvaldinu þýða að efast sé um getu Alþingis til að klára mál, og þá er verið að vísa í lagabreytingar. Virðulegi forseti. Hver á að fara með lagabreytingar annar en löggjafarvaldið? Hvaða hugmyndir eru það? Nú ætla ég ekki hæstv. fjármálaráðherra að vera með einhverja róttækni í þá áttina, en þetta sýnir hins vegar viðhorfið. Menn undrast af hverju umræðan gangi hægt, en þegar framkvæmdarvaldið kemur fram með þessum hætti gagnvart löggjafanum, (Forseti hringir.) er það í besta falli ekki til þess fallið að auðvelda störf þingsins.