138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:25]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þessi liður um fundarstjórn er kannski eini dagskrárliðurinn í þinginu þar sem við þingmenn getum átt orðastað við hæstv. forseta í þeim stóli. Mér finnst tilefni til að spyrja hæstv. forseta um afstöðu hennar til orða hæstv. fjármálaráðherra, sem vitnað hefur verið hér í, um að hann efist um að Alþingi ráði við hlutverk sitt í sambandi við endurreisn efnahagslífsins. Ég vildi gjarnan kalla eftir því að hæstv. forseti léti í ljósi eitthvert álit á þessu, vegna þess að ég álít að hér sé um að ræða árás á þingið, ekki árás á okkur í stjórnarandstöðunni neitt sérstaklega, heldur á Alþingi sem stofnun, á alla þingmenn hvar í flokki sem þeir standa.