138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:44]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér eru alvarlegir atburðir á ferðinni sem snerta fundarstjórn forseta þar sem ekki er nóg með það sem hefur komið fram nú þegar í umræðunni heldur hafði fjármálaráðherra uppi mjög skrýtnar athugasemdir í dag sem þarf að ræða sérstaklega og snerta fundarstjórn forseta. Það er að enn þá sé einhver leyndarhjúpur undirliggjandi í Icesave-málinu og því sé ekki hægt að bera það á borð fyrir Alþingi Íslendinga. Þær ástæður sem eru fyrir því að keyra þurfi málið í gegn.

Ég minni á það að fjárveitingavaldið liggur hjá Alþingi og ef það eru ekki öll gögn uppi á borðinu getur Alþingi ekki afgreitt þetta frumvarp því að Alþingi ber ábyrgð á fjárveitingavaldinu.