138. löggjafarþing — 35. fundur,  30. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:38]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni fyrir gott svar. Hann uppfyllti flestallar mínar væntingar til þessa málefnis enda fer þar vaskur drengur sem er vel máli farinn.

Ég sammála hv. þingmanni um að þegar kröfuhafinn telur sig eiga von til þess að innheimta skuld sína hjá skuldara er hann einfaldlega í þeim hugleiðingum. Ég trúi því að Bretar og Hollendingar muni reyna að finna aðra lausn á málinu. Ef þeim líkar ekki sú leið sem Alþingi fór í sumar varðandi fyrirvaralögin er alla vega hægt að láta á það reyna. Lög þessi gengu reyndar að margra mati of langt en að þeim var þó unnið af einhverri festu hér í þinginu, á þverpólitískum grunni og á málefnalegan hátt. Ef Bretum og Hollendingum líkar þau ekki þá koma þeir bara.