138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

tilhögun þingfundar.

[11:14]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Hér á að greiða atkvæði um hvort heimila eigi kvöldfund. Í sjálfu sér væri ekkert við slíkt að athuga ef það lægi fyrir nú þegar samkomulag milli þingflokkanna um það hversu lengi yrði síðan fundað í framhaldinu. Ég tel að komin sé á það nokkuð góð reynsla í þinginu eða nokkuð raunsönn reynsla öllu heldur að þingstörfin ganga ekki vel fyrir sig nema sé gott samkomulag sé í þingsalnum um þessa hluti, þ.e. tilhögun þingfundanna. Því segi ég nei, frú forseti, við því að heimila þetta vegna þess að það hefur ekki enn verið komist að niðurstöðu um það hversu lengi sá fundur sem hér á að heimila eigi að standa. Það væri allt annað að fást við þessi mál og greiða atkvæði ef slíkt samkomulag lægi fyrir og það er lítið mál að ganga frá slíku samkomulagi. Það eru bara heilbrigð og eðlileg vinnubrögð, frú forseti.