138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla ekki að tefja málið mikið en þannig var mál með vexti að ég komst ekki yfir alla þá punkta sem ég ætlaði að komast yfir í síðustu ræðu minni og ég óskaði eftir því að verða settur á mælendaskrá við lok ræðunnar. Þetta hef ég gert í tvígang og það hefur ekki gerst að ég hafi farið á mælendaskrá. Ég sé að ég er ekki á mælendaskrá núna og óska eftir að verða settur á mælendaskrá. Ég á mikið eftir að ræða.