138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:52]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég verð að undrast orð hæstv. forseta hér áðan um ummæli hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar. Ég álít að þegar menn nota orð af þessu tagi sé það ekki hlutverk hæstv. forseta að gera athugasemdir við það. Ég held að hæstv. forseti verði aðeins að hugsa sig um í sinni stöðu hvort hann rugli saman stöðu sinni sem starfandi formaður þingflokks Vinstri grænna og stöðu sinni sem varaforseti Alþingis.