138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:52]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Nú kom í sumar á fund fjárlaganefndar mjög reyndur samningamaður, Lee Buchheit frá Bandaríkjunum, sem er búinn að taka þátt í svona samningum og aðstæðum eins og eru núna á Íslandi við mjög erfiðar aðstæður. Hann ráðlagði okkur tvennt í stöðunni, annars vegar að setja mjög sterka efnahagslega fyrirvara akkúrat eins og var verið að vinna að þá og gera það með þeim hætti til að við gætum byggt upp þjóðfélagið aftur, eða hins vegar að semja ekki um hvernig staðin skyldu skil á greiðslu skuldarinnar fyrr en lægi fyrir hver hún væri, til þess að menn sæju til lands með það þegar heildarskuldbindingin lægi fyrir. Það eru mjög margir óvissuþættir í málinu.

Því spyr ég hv. þingmann hvort hann sé ekki algjörlega sammála þessum hugleiðingum Lees Buchheits.