138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:01]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í ræðu sinni minntist hæstv. fjármálaráðherra á að hann hefði strax eftir hrunið ítrekað lagt góðum málum lið. Framsóknarflokkurinn var einnig í stjórnarandstöðu þá og við gerðum slíkt hið sama fyrir utan það að við vorum ansi óánægð með margt sem þar fór fram. En það sem ég ætlaði að benda á er það að hæstv. fjármálaráðherra kom hér með glænýjan geislabaug, sá aðili sem hefur talað hvað mest, og gerir lítið úr þeirri umræðu sem hér fer fram. Ég veit að hv. þingmaður er sammála mér. Mig langaði aðeins að ræða það við hann hvort fjármálaráðherra fari ekki með staðlausa stafi þegar hann telur að búið sé að ræða allt í málinu sem ræða þarf.

Ég skynja það nefnilega núna úti í samfélaginu að fólk er að átta sig á því betur og betur hversu óaðgengilegir, óæskilegir og vondir þessir samningar eru fyrir hönd Íslands og eftir því sem fleiri sjónarmið koma upp og þau eru rædd málefnalega, eins og hefur verið gert af hálfu stjórnarminnihlutans, áttar fólk sig á því hvað um er að ræða. Ég vildi beina þeirri spurningu til hv. þingmanns hvort hann (Forseti hringir.) meti ekki stöðuna eins og ég met hana.