138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:02]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er tvennt enn sem brýtur jafnræði Evrópusambandsins. Evrópusambandið var stofnað til þess að gera flæði fólks, fjármagns og fyrirtækja yfir landamæri lipurt og jafnt og þess vegna má ekki veita betri tryggingar í einu landi en öðru. Þegar Ísland tryggði t.d. allar skuldbindingar banka mótmæltu Bretar því. En hvað gera þeir hérna? Þeir eru að þvinga Íslendinga til að veita ríkisábyrgð á innstæður sem ekki eru í gildi í öðrum löndum, t.d. ekki á Ítalíu. Það er því verið að breyta jafnræðinu hjá Evrópusambandinu með þessum samningi Breta, Hollendinga og Íslendinga. Við getum fengið á okkur dóm frá Eftirlitsstofnuninni. Kaupþing var með útibú í útlöndum (Forseti hringir.) sem ekki naut þessarar tryggingar þannig að það er líka verið að brjóta jafnræði milli Kaupþings (Forseti hringir.) og Landsbankans.