138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:04]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þm. Pétri Blöndal, það eru svona hlutir sem gera það að verkum að maður undrast að þetta mál skuli vera komið svona langt eins og það er, svona illa gert, vil ég hreinlega segja. Það eru svo margir gallar á málinu að það er eiginlega alveg sama hvar er gripið niður, það er víða hægt að finna göt í því. Fjölmargir aðilar utan þings sem innan hafa skoðað þetta mál vegna þess að öllum finnst þetta afar óréttlátt. Þegar við sjáum að jafnvel jafnræðisreglur Evrópusambandsins sjálfs og tilskipana þess á Evrópska efnahagssvæðinu eru brotnar að öllu leyti í mörgum málum, veltir maður því fyrir sér hvort við eigum ekki að ýta þessu máli til hliðar, taka það til grundvallarskoðunar, vegna þess að nú eru allt aðrar aðstæður uppi (Forseti hringir.) en voru í október 2008. (Forseti hringir.) (Gripið fram í: Hótanirnar farnar.) Hótanirnar farnar.