138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:43]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kem í ræðustól til þess að taka undir með síðasta ræðumanni og spyrja hvort virðulegur forseti geti ekki beitt sér fyrir því á einhvern hátt að fá hæstv. forsætisráðherra til þess að hlýða á eitthvað af því sem hér fer fram. Hún hefur sýnt það aðallega í óundirbúnum spurningum til hæstv. ráðherra að hún virðist ekki vera mjög vel inni í málinu. Því held ég að þetta sé kjörið tækifæri fyrir hæstv. forsætisráðherra að setja sig inn í málið, sérstaklega í ljósi þess að málinu er alveg að fara að ljúka ef fram heldur sem horfir og áður en hún greiðir atkvæði er gott að hún fái (Forseti hringir.) grunnþekkingu á málinu.