138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:53]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tel ástæðu til að taka undir það sem bent hefur verið á hér um mikilvægi þess að ráðherrar fylgist með þessari umræðu því að þótt ég hafi nú fylgst ágætlega með Icesave-málinu frá því þarsíðasta haust, fyrir meira en ári síðan, hef ég engu að síður orðið margs fróðari við að sitja hér og hlusta á þingmenn halda ræður sínar. Til þess er nú þessi samkoma að menn geti upplýst aðra þingmenn um áhugaverð mál. Í mörgum tilvikum eru þetta kannski mál sem einhverjir hafa heyrt um áður en síðan gleymt, eða heyrt áður og ekki gert sér grein fyrir því hversu mikilvæg þau eru. Ég er hræddur um að þar liggi kjarni vandans hjá ríkisstjórninni, hún kann að hafa heyrt eitthvað af þessu, kannski ekki lagt mikið við hlustir, en hún virðist ekki hafa gert sér grein fyrir mikilvægi málanna. Reyndar kemur það nú aftur og aftur fram að ríkisstjórnin hefur ekki einu sinni heyrt af (Forseti hringir.) grundvallaratriðum málsins.