138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:35]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil nefna það mál sem ég nefndi áðan, frú forseti, að ég óskaði eftir því að kannað yrði hvort formaður og/eða varaformaður fjárlaganefndar væru í húsi, eða væru a.m.k. skráðir hér, þannig að þeir væru að hlusta því að þeir vitanlega bera fram og bera uppi þetta mál. Því er eðlilegt að gera kröfu til þess að a.m.k. annar þeirra hlusti og það kann vel að vera að svo sé. Ég bað forseta um að athuga það fyrir mig og endurtek ég það.

Ég er líka sérstaklega ánægður með að sjá hæstv. félags- og tryggingamálaráðherra því ég man hreinlega ekki eftir að hafa séð hann í salnum alllengi í umræðum um málið. En ég held að mjög mikilvægt sé að hæstv. ráðherra komi kröftuglega inn í umræðuna því að ef allt fer á versta veg með það mál sem við höldum, frú forseti, mörg hver, þá mun því miður viðskiptavinum hæstv. ráðherra fjölga býsna mikið.