138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það vill svo til að ég er næstur á mælendaskrá. Ég ætla einmitt að ræða um stöðu málsins og hvernig hæstv. fjármálaráðherra gæti snúið sig út úr þessu. Ég vildi gjarnan að hann yrði viðstaddur þá ræðu svo hann geti hlustað á tillögur um lausn á þessu sem getur orðið hið besta mál því að ég hef ekki heyrt einn einasta þingmann enn þá sem er hlynntur þessu máli. Menn samþykkja það út af einhverri nauðung eða nauð, eða það er eitthvað enn þá verra sem tekur við. En það er enginn hrifinn af málinu.