138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:41]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Stjórnarandstæðingar kvarta mjög undan hvíld og mat og yfirleitt að fá ekki að tala nógu mikið um þetta ágæta og mikilvæga mál. Ég hvet þá aftur til að skipuleggja sig betur og reyna að áætla hvað þeir ætla að tala lengi um málið. Ef það skipulag liggur fyrir er hægt að skipuleggja þinghald miklu betur. Ég hlýt að gera þær kröfur til stjórnarandstæðinga að þeir skipuleggi sig mun betur en þetta vegna þess að þeir vilja tala mikið og ef þeir ætla að tala mikið þurfa þeir einhverra hluta vegna af augljósum ástæðum að tala fram á nótt ef þeir eiga að komast yfir það sem þeir ætla að tala um. Það væri því afskaplega gott og hollt fyrir allt skipulag þingsins að fá skipulag frá þeim sem helst kvarta undan því að skipulag vanti.