138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:49]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það var greinilega komið við auman blett þegar hér var staðfest af hv. þm. Illuga Gunnarssyni að það er ekki efnið sem ræður ferðinni, það er ekki efnisleg umræða, heldur sá einlægi ásetningur Sjálfstæðisflokksins og annarra stjórnarandstöðuflokka að beita grímulausu málþófi til að meiri hlutinn fái ekki að leyfa vilja sínum að komast fram í þessu máli. Það er athyglisverð játning.

Það er líka athyglisvert, virðulegi forseti, að þessi flokkur sem einu sinni þóttist vera svo stór og geta stjórnað landinu er orðinn þannig að hann, í einu málinu á eftir öðru, er farinn að taka sér fyrir hendur að reyna að drepa mál niður eins og hann gerði í vor þegar hann stóð í málþófi til að reyna að tryggja einkaeignarhald á auðlindum út yfir gröf og dauða.