138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:41]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að játa það fyrir hv. þingmanni og öllum sem hér eru að ég hef eiginlega ekki hugsað þetta mál. En mér finnst þetta virkilega reynandi, þetta er eitthvað sem við ættum að reyna vegna þess að við eigum að reyna allt og ég hef þá trú að við höfum ekki reynt allt. Þetta er spurning um framtíðina, hvort börnin okkar geti búið hér mannsæmandi lífi og þótt við þyrftum að leita til allra þjóða veraldar væri það þess virði.