138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:48]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Herra forseti. Ég greindi enga sérstaka spurningu hjá hv. þingmanni en ég get alveg tekið undir að við verðum að fara að hugsa þetta og setja þetta í samhengi sem venjulegt fólk skilur. Við teljum bara núllin og við sjáum ekki muninn. Munurinn á tíkalli og hundraðkalli er ekki svo mikill í okkar huga en munurinn á 10 milljörðum og 100 milljörðum er auðvitað alveg gífurlegur. Það er samhengið sem er okkar hlutverk að skilja og kannski útskýra fyrir öðrum.