138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[00:05]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er nokkrum árangri náð með því að svona margir stjórnarliðar skuli vera í salnum. (BÁ: Það hefur ekki gerst áður.) (Gripið fram í: Jú, jú.) Eins og hv. þm. Birgir Ármannsson bendir á hefur það ekki gerst áður í þessari umræðu. Það er sérstaklega ánægjulegt vegna þess að gætt hefur mikils misskilnings hjá stjórnarliðum um það mál sem hér er verið að fjalla um. Menn hafa staðið í þeirri meiningu að hinir efnahagslegu fyrirvarar sem voru settir inn í sumar séu inni í samningnum enn þá. Það er grundvallarmisskilningur og þangað til það er komið inn í höfuðið á stjórnarliðum að svo er ekki mun ég tala á hinu háa Alþingi.