138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[00:58]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég haft áhyggjur af því hvað við værum sammála, ég og hv. þingmaður, en í ljósi þess hvaða stóra mál við erum að ræða þá fagna ég því mjög, enda erum við vitanlega báðir landsbyggðarmenn og þjóðernissinnar miklir og bein lína nánast yfir landið þvert á milli okkar.

Mig langar að spyrja hv. þingmann annarrar spurningar. Hann nefndi í ræðu sinni að það þyrfti tekjuskatt tæplega 80 þúsund Íslendinga til að greiða vextina af Icesave-láninu allt fram til 2016, held ég að það sé, og ég hef mikinn áhuga á að vita hvort stjórnvöld í fjárlagagerð geri ráð fyrir sömu sköttum fyrir fjárlög næsta árs, þarnæsta o.s.frv. Telur þingmaðurinn að svara þurfi þeirri spurningu hvort gert sé ráð fyrir tekjuskattinum einnig varðandi annan rekstur ríkisins en vaxtagreiðslur Icesave?