138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[01:18]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir með félögum mínum sem hafa talað á undan mér hversu mikilvægt það er að hæstv. forseti kveði upp úr um þetta og láti okkur þingmenn vita hvað þessi fundur skal standa lengi þar sem við þurfum að sjálfsögðu að undirbúa okkur undir verk morgundagsins líka. (Gripið fram í.) Fundir í nefndum hefjast kl. 8.30 í fyrramálið og er rétt að menn séu vel undirbúnir á þeim fundum, allir þingmenn vilja það. Ég vil ekki vera svo dramatísk að spá því að það verði aldrei framar pása á Alþingi líkt og hv. þm. Höskuldur Þórhallsson gerði, það var spurning sem hann velti upp. Ég ætla að vona að það sé ekki málið enda mikilvægt að gera einstaka sinnum hlé á þingfundum svo menn geti farið heim og lesið sér til um hin ýmsu málefni sem á dagskrá þingsins eru.

Þetta var erindið, frú forseti, að athuga hvort ekki sé kominn tími til að hæstv. forseti upplýsi það hversu lengi þessi fundur skal standa.