138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[01:40]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Tryggva Þór Herbertssyni fyrir svörin og tek undir með honum að vitanlega eigum við að búast við hinu besta, eða kannski er betra að segja vona það besta en búa okkur undir það versta. Það er það sem skynsöm stjórnvöld ættu að gera.

Mig langar til að koma með annan vinkil og ræða hann við hv. þingmann. Við reyndum í langan tíma í sumar að fá upp á yfirborðið hverjar heildarskuldir þjóðarbúsins væru. Við kölluðum til Seðlabankann sem kom með ófullnægjandi gögn og var sendur til baka með skottið á milli lappanna, kom aftur á fund fjárlaganefndar þar sem við óskuðum eftir því að t.d. skuldir sveitarfélaganna væru settar inn í töflu sem var þarna inni og Seðlabankinn kom til baka, en ekki með heildarskuldir sveitarfélaganna, hann einfaldlega tók töfluna út til (Forseti hringir.) að losna við þá spurningu. Mig langar til að beina til þingmannsins (Forseti hringir.) þeirri spurningu hvort hann hafi ekki áhyggjur af þeim orðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að heildarskuldir þjóðarinnar nálgist 310% af vergri (Forseti hringir.) þjóðarframleiðslu.