138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[01:42]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega hef ég áhyggjur af því og það er algjörlega ljóst, nákvæmlega eins og ég sagði áðan, að afborgun og vextir munu taka frá öðrum gæðum hérna. Við munum sjá það á næsta ári þar sem gert er ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpi að næststærsti útgjaldaliðurinn sé vaxtagreiðslur, 100 milljarðar kr. Hann er stærri en heilbrigðiskerfið. (GuðbH: Það er fyrir utan Icesave.) Og það er fyrir utan Icesave eins og hv. formaður fjárlaganefndar bendir á þannig að við sjáum að þessar miklu skuldir stefna í óefni og það er ljóst að við þurfum að vinda einhvern veginn ofan af þeim. Hér í kvöld ræðum við um hvernig við eigum að bæta við skuldirnar. Það er kannski rétt að vekja athygli á því.