138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[01:48]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins undarlega og það kann að virðast þá er það þannig að ef okkur tekst að halda landsframleiðslunni á einhverjum vissum stað, segjum bara í 1.400 milljörðum eins og hún er núna, og svo flytur fólk úr landi þá eykst hagvöxtur vegna þess að hlutfall landsframleiðslu verður hærra á þá sem eftir verða. En það er dæmi um hvernig þessi tölfræði getur virkað.

Ég er algerlega sammála því að Seðlabankinn hefur verið með þessar hagvaxtarforsendur og ég set stórt spurningarmerki við það. En ég skil aftur á móti hugsunina. Ef raungengið verður svona lágt þá er hægt að drífa hagvöxt af einhvers konar útflutningstekjum. En reyndar var í þeim hagvaxtartölum gert ráð fyrir að hér væri greiður aðgangur erlendra fjárfesta og annað slíkt en nú hefur atvinnustefna ríkisstjórnarinnar sýnt að það er frekar (Forseti hringir.) verið að stoppa í þá flóðgátt en laða að (Forseti hringir.) fjármagn.