138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[02:41]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé sameiginlegt verkefni okkar allra að vinna að virðingu þingsins. Ég held að flestum sé það algjörlega óskiljanlegt af hverju ekki er hægt að upplýsa það núna, þegar klukkan er að verða þrjú, hvernig framhaldið verður. Það er athyglisvert að hlusta bæði á hv. þm. Þór Saari og hv. þm. Tryggva Þór Herbertsson, sem eru nýkomnir hingað inn, lýsa reynslu sinni miðað við aðra þá vinnustaði sem þeir hafa verið á. Ég hvet forseta til að gefa einhverjar leiðbeiningar um það hvernig þetta verður. Hver og einn getur reiknað það fyrir sig hvað menn fá mikla hvíld miðað við það að fara á nefndarfund klukkan 8.30 og hversu mikið tækifæri þarf til að undirbúa sig fyrir slíka fundi.

Það er ekki vandamál að vinna, það væri ekki verra að fá að vita (Forseti hringir.) hvernig skipulagið er.