138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[02:42]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Nú eru bráðum liðnir níu tímar frá því að ég byrjaði að hlusta á þessa umræðu. Ég held ég hafi hlustað á hana sleitulaust í þessa tæpu níu tíma. Mér finnst það eftirtektarvert, og hér tala ég nú bara beint inn í þingtíðindin, frú forseti, að að mínu viti hefur ekkert nýtt komið fram í þessari umræðu, í þessa níu tíma, sem varpað getur nýju ljósi á Icesave-málið. Hér hafa menn verið að endurtaka sig í sífellu, ekki síst í spurningum um það hvenær fundi ljúki og hvenær forseti hyggist ræða við þingflokksformenn. En ég vek athygli á því að ekkert nýtt hefur komið fram í umræðunni sem varpað getur ljósi á nýju ljósi á Icesave-málið og það á rúmum vinnudegi. (Gripið fram í.) Ég mun hlusta áfram í svo sem eins og fimm, sex, sjö tíma og bíð spenntur eftir einhverju nýju.