138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[03:09]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við þingmenn höfum vissulega þennan lið, störf þingsins, til að spyrja hver annan. Ég hef einhvern veginn ekki trú á því, hv. þm. Pétur H. Blöndal, að við fáum neitt sérstaklega skýr svör út úr því og velti því upp að við notum þann tíma til að spyrja að einhverju öðru. En það er vitanlega mikilvægt að halda því til haga, frú forseti, sem hv. þingmaður benti á að það er ekki svo langt síðan að hér voru mjög djúpar og miklar umræður um stjórnarskrána, ekki bara í þessu máli heldur fleiri málum. Það er mjög athyglisvert að fara til baka — það er lenska hjá stjórnarmeirihlutanum, frú forseti, að horfa gjarnan til baka — og rifja upp þeirra eigin ræður. Ég bendi á (Forseti hringir.) þeirra eigin orð.