138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[03:23]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það snýr að fundarstjórn forseta. Þannig er að oft og tíðum í kvöld og nótt hafa hv. þingmenn komið upp í ræðustól og spurt hvenær forseti hyggist ljúka fundi. (Gripið fram í: Það er búið að svara því.) Nú er það svo að þetta eilífa tal um fundarstjórn forseta tekur auðvitað heilmikinn tíma af umræðunni og ég vil leyfa mér auðmjúklegast og í fullri vinsemd að beina eftirfarandi til virðulegs forseta: Að ákveða núna hvenær þessum fundi verður lokið, það kynni að vera klukkan fimm, sex, fjögur, sjö eða átta eða hvenær sem forseta hentar. Þá losnar virðulegur forseti við spurningar um það hvenær fundi lýkur, þá vita þingmenn það og vinna áfram og halda sig að störfum fram að þeim tíma sem ætlað er. (Forseti hringir.)

Eins vil ég taka undir spurningu hv. þm. Birgis Ármannssonar um hvort það geti virkilega verið (Forseti hringir.) að búið sé að loka fundi.