138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[03:25]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í fyrsta lagi óska ég þess að forseti gangi úr skugga um hvort fundurinn sé opinn eða lokaður. Það hafði ekki hvarflað að mér að svo gæti verið.

Í öðru lagi, frú forseti, hefur verið rætt töluvert um tímann en klukkan er að verða hálf fjögur og allt í lagi með það. Umræðan er ágæt. Mig langar hins vegar að biðja forseta vinsamlegast að upplýsa um hversu margir starfsmenn þingsins eru við störf því við megum ekki gleyma því að fleiri en við eru í húsi og eru að vinna. Það væri mjög forvitnilegt ef forseti gæti upplýst um hversu margir starfsmenn þingsins sjá til þess að þessar umræður geti haldið áfram. Ég mun bera upp aðra spurningu síðar.