138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[03:33]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti Ég reyndi ítrekað að fá leiðbeiningu sem nýr starfsmaður á þessum vinnustað um hvernig ég ætti að koma því heim og saman að halda tvær, þrjár ræður í viðbót um efnisatriði. Ég fékk enga leiðbeiningu um hvernig ég ætti að standa að þessu. Ég sé fram á að þurfa að standa hérna kannski tvo og hálfan sólarhring ef fram heldur sem horfir. Gæti virðulegur forseti miðlað mér af þingreynslu sinni og mildi um hvernig ég á að standa að þessu öllu saman? Ég fæ það greinilega hvorki til að ganga upp í huga mínum né heim og saman. Væri virðulegur forseti til í að miðla mér af reynslu sinni?