138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[03:34]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er svolítið ruglandi þegar forsetar skipta um í miðjum andsvörum, ekki síst þegar þeir eru hvor af sínu kyninu. Það getur ýmislegt ruglast hjá okkur.

Ég spurði, herra forseti, frú forseta rétt áðan hversu margir starfsmenn þingsins væru að vinna með okkur í kvöld til að halda þessum fundi gangandi. Ég ítreka þá spurningu við forsetann og jafnframt, herra forseti, óska ég hér með eftir því með formlegum hætti að ég fái, þótt það verði ekki fyrr en á morgun eða hinn, upplýsingar um kostnaðinn af því að halda þennan kvöldfund. Ekki að þær krónur og aurar skipti máli í þeirri stóru summu sem við erum að tala um varðandi Icesave, en það er ágætt að hafa upplýsingar um það í ljósi þeirrar umræðu sem hér á sér oft stað um aðhald.