138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[04:13]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Til forseta hefur verið beint mjög markvissri spurningu sem lýtur að 69. gr. þingskapalaga, hvort það geti verið að fundi hafi verið lokað eða hvort honum hafi verið lokað tímabundið og hann opinn aftur eða hvernig það nú er. Það gengur ekki að forseti svari ekki þessari spurningu. Hér er verið að spyrja um það hvort það geti verið að fundurinn hafi orðið ólöglegur vegna þess að ekki er heimilt, og það skiptir máli, að loka fundi án þess að fyrir liggi samþykki. Hafi það verið gert, þó að ekki hafi verið nema tímabundið, hefur það áhrif á allan þennan fund. Ekki er langt síðan að miklar deilur stóðu í þinginu um fundarstjórn sem reyndist vera ólögleg fundarstjórn og fundurinn var ólöglegur.

Nú verður forseti að gæta þess að gera þetta (Forseti hringir.) þannig að hér verði áfram löglegur fundur.