138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[04:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu. Hún var reyndar stutt og kannski fór hann ekki yfir öll atriðin sem hann ætlaði sér. Ég hjó eftir því að hann nefndi fund sem var haldinn á fullveldisdaginn í hv. fjárlaganefnd. Þangað hefðu komið gestir, sumir hefðu sagt að þetta væri ekki stjórnarskrárbrot og einn hefði sagt þetta væri stjórnarskrárbrot. Herra forseti, ég vil spyrja hv. þingmann: Er leyndarmál hvað þessir menn hétu? Við höfum bara fengið munnlega skýrslu frá formanni nefndarinnar og því er mjög mikilvægt að við fáum að vita hvaða sérfræðingur hélt því fram að þetta væri stjórnarskrárbrot og hverjir héldu því ekki fram þannig að við fáum hægt og rólega fréttir af þessum mikla fundi á fullveldisdaginn í hv. fjárlaganefnd.