138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[05:10]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég bað að vísu ekki um orðið en það er alveg sjálfsagt að verða við ósk virðulegs forseta um að ræða fundarstjórn forseta. Ég tel að virðulegi forseti hafi breytt vel hérna í lokin og held að það sé skynsamlegt að hætta leik nú. Það er algjörlega ljóst að ef við ætlum að ná farsælli lausn í þetta stórmál, og ég ætla mönnum ekki annað, verður það ekki gert með þeim hætti sem menn hafa unnið þetta hér í nótt. Er ég þá að vísa til þess hvernig ríkisstjórnarflokkarnir hafa ákveðið að halda utan um málið. Enn er von. Það er ólán þjóðarinnar að við höfum ekki unnið saman í þessu gegn viðsemjendunum, en enn er von og ég vonast til þess að ríkisstjórnarflokkarnir beri gæfu til að vinna þetta með öllum þingmönnum í framhaldinu.