138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:05]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir hans ágætu ræðu og ræður sem hafa dýpkað skilninginn á Icesave-málinu og hve þetta er hættulegt fyrir okkur. Mig langaði að spyrja hann hvort hann telji að eitthvað hafi breyst, þrátt fyrir allar þessar upplýsingar, hjá hæstv. ríkisstjórn, hvort hann hafi fundið fyrir því að þau telji að það sé eitthvert svigrúm til breytinga á frumvarpinu sem var lagt fyrir þingið. Mig langaði líka í kjölfar þessarar fyrirspurnar frá hv. þm. Róberti Marshall, um „junk bond“ matið eða ruslflokkinn, spyrja hvort hv. þm. Pétur H. Blöndal telji að við séum jafnvel að fara í þá stöðu að við þurfum að lýsa yfir þjóðargjaldþroti ef fram heldur sem horfir.