138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:01]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Herra forseti. Ég er reyndar ekki lögfræðingur og á bágt með að svara þessu. Við erum svo áþreifanlega undir hælnum á heimsbyggðinni einmitt núna. Ég held að t.d. sé fordæmalaust á friðartímum að lög eins lands séu borin undir önnur ríki eins og hér hefur verið gert. Ég hef miklar áhyggjur af þingræðinu í því sambandi, á friðartímum. Þá vaknar líka sú spurning hvort þetta ástand sem við upplifum hérna sé ekki bara einstakt á friðartímum, hvort við séum ekki í raun í einhvers konar stríðsástandi eða efnahagslegu hernámi núna.