138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:04]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Já, stórt er spurt. Ef það er eitthvert rifrildi heima hjá mér gef ég alltaf öllum að borða, það hefur ítrekað verið gert grín að mér fyrir það hér í þinginu. Ég held að við þurfum bara að anda með nefinu og ég held að bæði minni hlutinn og meiri hlutinn séu sekir um að spóla sig svolítið hvor út í sitt hornið. Nú þurfum við bara að ákveða að hittast yfir góðum kaffibolla og að ræða þetta mál í þaula. Við hljótum að geta fundið einhvern flöt á málinu þar sem allir geta verið sáttir. Við getum þá öll horft framan í börnin okkar í framtíðinni og barnabörnin og sagt: Ég gerði allt sem ég gat til þess að landa þessu máli með farsælum hætti.