138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:10]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í samningunum eða viðauka við samningana er kveðið á um að samningar hafi farið fram á grundvelli þessara svokölluðu Brussel-viðmiða, sem að mínu áliti er að hluta til rétt. En nú heyrir maður að breskir dómstólar líti mjög til bókstafs í samningum. Þá langar mig til að spyrja um álit hv. þingmanns: Hefur einhver óljós tilvísun eða jafnvel skýr tilvitnun í eitthvað sem heita sanngirnissjónarmið og annað slíkt einhverja sérstaka merkingu fyrir breskum rétti eða mun þetta raunverulega hjálpa okkur í framtíðinni ef svo illa vildi til að við réðum ekki við greiðslubyrðina af þessu öllu saman?