138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:19]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Það hafa komið fram skýringar á því að t.d. er um að ræða ákveðinn umsýslukostnað. Það er kostnaður við að greiða þessar innstæður út og þó að bresku og hollensku innstæðutryggingarsjóðirnir séu búnir að því að mestu leyti þá hafa þeir lagt út í kostnað við það. Það er því ekkert óeðlilegt af því að í desember, eins og hæstv. fjármálaráðherra hefur ítrekað bent á, þá tókumst við á um að við ætluðum að borga þessar 20.887 evrur og það var pólitísk niðurstaða. Það er ekki lagaleg niðurstaða heldur var þetta ákveðin pólitísk niðurstaða sem þáverandi meiri hluti tók á þinginu og gerði hæstv. fjármálaráðherra m.a. miklar athugasemdir við það og talaði um nauðungarsamning.

Mín skoðun er sú að í gegnum allt þetta mál höfum við alltaf verið að flýta okkur allt of mikið. Við hefðum átt að taka okkur mun meiri tíma í þetta því að þetta er svo geysilega stórt, þetta er svo flókið og það skiptir svo ofboðslega miklu máli fyrir landið að við vöndum okkur.