138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:47]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að við getum enn þann dag í dag útskýrt það fyrir öðrum þjóðum að á okkur var brotið. Ég er meira að segja þeirrar skoðunar að nú að undanförnu hafi verið að opnast glufa í þá veru, sérstaklega í ljósi þess að Hollendingar sjálfir urðu fyrir því áfalli að þar fór banki á hausinn og menn áttuðu sig á því hvernig innstæðutryggingarkerfið virkaði.

Þingmanninum var tíðrætt um fund með lögfræðingum sem fór fram í fjárlaganefnd. Þar komu fram miklar áhyggjur af því að Íslendingar væru að afsala sér dómsvaldinu í þessu máli. Mig langar til að spyrja þingmanninn hvort hann telji svo vera og hvort hann kannist við sambærileg mál, til að mynda þegar samkeppnislögin voru sett á sínum tíma en fengu samt allt aðra meðhöndlun en stjórnarskrármálið fær í þessu máli.