138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:01]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég velti fyrir mér hvort hæstv. forseti getur upplýst hvort hæstv. forsætisráðherra verður við umræðuna í kvöld. Ástæðan fyrir því að ég spyr er að hæstv. forsætisráðherra tjáði sig í fjölmiðlum í kvöldmatnum um að ekki hefði fengist fram endurskoðun á efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nema samkomulag væri að nást, ég man ekki hvernig hæstv. forsætisráðherra orðaði það, varðandi Icesave. Hún tengdi þessi mál saman sem stangast á við yfirlýsingar framkvæmdastjóra og talsmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gagnvart Íslandi og ég teldi rétt að hæstv. forsætisráðherra tjáði sig um þetta atriði í umræðunni í kvöld. Þess vegna spyr ég hæstv. forseta hvað líði ferðum hæstv. ráðherra. (GuðbH: Þessu er áður svarað.)