138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:18]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er mín skoðun að þessi umræða hafi verið afvegaleidd ótrúlega mikið, að hún standist ekki. Við stöndum frammi fyrir 2.300 milljörðum. Það er kjarni málsins. Ofan á það bætist Icesave. Eigum við að taka þann slag eða ekki? Eigum við að fara aftur í að semja? Eigum við fara aftur í dómsmál eins og þingmenn Sjálfstæðisflokksins mæla með, sem þeir gáfu frá sér í desember 2008 gegn stórum andmælum mínum? Þeir gáfu það svo harkalega frá sér, undir hjásetu Framsóknarflokksins, (SDG: Hvaða vitleysa er þetta?) að þeir létu ekki einu sinni (SDG: Rugl.) (Forseti hringir.) reyna á það (Forseti hringir.) að kæra beitingu Breta á (Forseti hringir.) hryðjuverkalögum gagnvart okkur. (Forseti hringir.) Hverju svarar hv. þm. (Forseti hringir.) Ragnheiður Ríkharðsdóttir því? (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁÞS): Forseti biður hv. þingmenn að virða tímamörk.)