138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:54]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ekki er ég lögspekingur og dreg ekki í efa þekkingu umræddra lögmanna á lögum en stundum getur verið nóg að lesa lög og vera læs á lög, stundum þarf ekki svo ýkja mikla þekkingu til að geta tjáð sig um það sem blasir við.

Hv. þingmaður talaði um málfrelsið sem er hins vegar heilagur réttur. Málfrelsi er grundvöllur lýðræðisins og það er tryggt í þingsköpum að menn hafi málfrelsi. Nú er verið að misnota þetta málfrelsi til að knýja fram vilja minni hlutans og til þess að ráðska með og standa í vegi fyrir raunverulegri framkvæmd lýðræðisins sem veltur á vilja meiri hluta þingmanna. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁÞS): Hljóð á þingpöllum.)