138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:02]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ljóst að um málið leikur einhver vafi og það er líka ljóst að þeim fjárlaganefndarmönnum sem sátu þennan fund ber ekki alveg saman um hvað þarna fór fram eða hvað var sagt og varðandi túlkanir og annað. Það er að mínu viti óheppilegt. Það væri heppilegra að fyrir lægju skrifleg álit þeirra ágætu lögmanna sem hér hafa verið nefndir og vitnað í. (BVG: Töldu ekki ástæðu til þess.) Ég held að hvort sem þeir töldu ástæðu til þess eða ekki, hv. varaformaður fjárlaganefndar, fyndist mér nú eðlilegra fyrir þingið hreinlega að krefjast þess að slíku áliti yrði skilað til þess að við getum þá fjallað um það efnislega. Það er ljóst, hv. þingmaður, að það stangast á orð manna sem sátu þennan nefndarfund. Það er ljóst að það er einhver vafi líka meðal lögmanna um þetta mál. Hér er vitna ég í þrjá (Forseti hringir.) ágæta lögmenn sem skrifuðu grein um málið. Hv. þingmaður vitnar í aðra þrjá sem (Forseti hringir.) hann segir hafa verið á annarri skoðun. Þetta verður hann að skýra.