138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:05]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp til þess að taka undir þær sanngjörnu óskir sem hv. þingmenn hafa borið fram, að þeir ráðherrar sem nefndir hafa verið verði viðstaddir umræður og ræðu hv. þm. Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Ekki er hægt að krefjast þess að efnahags- og viðskiptaráðherra komi hingað ef hann er staddur erlendis en ég held að það sé þá þeim mun nauðsynlegra að hæstv. forsætisráðherra og fjármálaráðherra (Gripið fram í.) séu hér ellegar, eins og hv. þm. Pétur Blöndal kallar hér, að umræðunni verði frestað þangað til ráðherrar komi hingað inn.

Eins og frú forseti veit eru þetta frekar stuttar ræður, tíu mínútur, þannig að ef menn eru langt undan eða eru uppteknir á fundum gefst þeim kannski ekki ráðrúm til að koma sér í þingsalinn áður en ræðan er búin. Þeir missa þá hugsanlega af aðalatriðunum í ræðunni.